28.3.2008 | 03:20
Hörð viðbrögð, tja...
Nokkuð kostulegt að hugsa til þess að þessi mynd eigi eftir að vekja upp harðari viðbrögð hérna vestanhafs (eða hjá okkur þeas) enn nokkru sinni hjá múslimum. Eflaust eiga einhverjir öfgasinnaðir og illa þenkjandi múslimar eftir að rjúka út á götu, brenna hollenska flaggið og lýsa því yfir að Geert Wilders sé réttdræpur hvar sem að í hann næst. Einnig eiga eflaust öfgasinnaðir og illa þenkjandi kristnir vesturlandabúar eftir að rjúka beint í tölvurnar sínar og blogga villt og galið um allt sem að þeim þykir miður í fari múslima. Kannski er það bara vandamálið, að þeir sem að fara mest frammi úr báðum fylkingum eru öfgafólkið. Ég bjó um tíma í Svíþjóð í hverfi sem að mætti kalla innflytjendahverfi. Það ægði þarna saman öllum þjóðar og trúarhópum enn ég man ekki að það hafi verið nokkuð vandamál. Fyrr enn Svíarnir fóru að reyna að halda upp á fjölmenningardaginn :) Góðar stundir....
Umdeild kvikmynd á vefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bjó í áratug í Danmörku og stemmningin var vægast sagt óþægileg. Á þessum tíma þróuðust ghetto þar sem vestrænu fólki þótti mjög erfitt að búa. Íslendingar sem ég þekkti þar sögðu að börnin þeirra lentu í aðkasti, væri hrækt á þau osfrv á götunni. Frekar leiðinlegt.
Síðan er aðskilnaðurinn í samfélaginu mjög mikill. Þetta er einfaldlega hið versta mál þar báðar hliðar tjá sig oft um þetta í óöryggi fáfræðinnar.
Toddi Goði (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 05:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.